Þú ert hér: Heim Slökkvilið Vestmannaeyja
Slökkvilið Vestmannaeyja Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Um Slökkvilið Vestmannaeyja

 

 

 

Heimilisfang: Heiðarvegur 12  900 Vestmannaeyjar

Sími: 488-2511

Slökkviliðsstjóri: Friðrik Páll Arnfinnsson

Netfang: fiddipalli{hja}vestmannaeyjar.is


Slökkvilið Vestmannaeyja er skipað 30. slökkviliðsmönnum, þar af eru 29. hlutastarfandi en slökkviliðsstjórinn er eini fastráðni starfsmaður liðsins og sinnir hann daglegum rekstri slökkviliðsins.

 

Aðalhlutverk Slökkviliðs Vestmannaeyja eru brunavarnir og eldvarnaeftirlit en liðið er einnig vel tækjum búið til að sinna annari neyðarþjónustu s.s. umferðarslysum(klippuvinnu), eiturefna/mengunarslysum, vatnslekum og fl.  Sjúkraflutningar eru í höndum Heilbrigðisstofnunnar suðurlands Vestmannaeyjum og eru þeir með aðstöðu í slökkvistöðinni.

 

Æfingar hjá slökkviliðinu eru haldnar á laugardögum frá kl: 09.00-12.00.  Á vetraræfingum (nóv-maí) er liðinu skipt í tvo hópa sem skiptast á að mæta annan hvern laugardag, en yfir sumartímann (júní-sept) er hópunum fjölgað í fjóra og tekur hver hópur eina helgarvakt í mánuði, en viðveruskylda er þá hjá mönnum frá föstudegi til mánudags.  Er þetta gert til að tryggja að alltaf sé lágmarks mannskapur til staðar ef eitthvað kemur uppá. 

 

 

Fyrsti slökkviliðsstjóri í Eyjum

"Hinn 3. september 1913 héldu Vestmannaeyingar mikilvægan og markverðan fund í þinghúsi sínu Borg við Heimagötu. Þar var þéttsetinn þingsalurinn. Tilgangur fundarins var að stofna slökkvisveit í byggðinni. Allt tókst þetta eftir áætlun. Slökkvisveit kjörin og slökkvisveitarstjóri. Kosningu í það mikilvæga starf hlaut Brynjólfur Sigfússon bókhaldsmaður hjá Bryde kaupmanni og organisti Landakirkju.
Hversu lengi Brynjólfur gegndi þessu slökkvistjórastarfi veit ég ekki. En í hans hlut féll það starf að gera innkaup á ýmsum þeim áhöldum, sem slökkvisveitinni voru nauðsynleg og í tízku voru þá. Fæst eða engin þeirra höfðu sést í Eyjum áður og notkun þeirra þar því alveg ókunn. En mörg timburhús höfðu risið í Eyjum þá á undanförnum árum með sívaxandi fólksstraumi til Eyja, vaxandi vélbátaútgerð og batnandi efnahag.Þorsteinn Víglundsson segir í Bliki 1967 Brynjólfur Sigfússon var enginn veifiskati eða dægurflugudindill"