Þú ert hér: Heim Fréttir Útkall-Herjólfur
Útkall-Herjólfur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Friðrik Páll Arnfinnsson   
Fimmtudagur, 29. október 2015 11:05

 

 SLV logo-frettSlökkviliðið var ræst út rúmlega fjögur í gærdag þegar tilkynnt var um ammóníakleka um borð í Herjólfi þar sem verið var að lesta hann í Vestmannaeyjahöfn. Voru strax sendir reykkafarar inn í skipið og látnir leita í öllum klefum til að tryggja það að enginn væri um borð í skipinu, en áhöfnin var búin að rýma skipið þegar slökkviliðið kom á staðinn. Ammóníakið reyndist koma frá lausum tanki sem átti að flytja með skipinu en þegar honum var ekið inn á bíladekkið, rakst hann uppundir með þeim afleiðingum að loki brotnaði af. Við það lak lítilræði af ammóníaki út úr tanknum sem átti að vera tómur. Var skipið í framhaldinu loftræst og tankurinn fjarlægður frá borði og seinkaði brottför skipsins um rúman klukkutíma vegna þessa.

 

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 29. október 2015 11:32