Þú ert hér: Heim Fréttir Reykeitrun á brunaæfingu
Reykeitrun á brunaæfingu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Friðrik Páll Arnfinnsson   
Sunnudagur, 20. september 2015 13:41

 

tjalfunarstjori2011frettUm 190 manns slösuðust við brunaæf­ingu í skóla í Norðvest­ur- Kína eft­ir að hafa andað að sér reyk sem notaður var til að líkja eft­ir þeim aðstæðum sem mynd­ast ef um al­vöru bruna væri að ræða.

Um 400 nem­end­ur tóku þátt í brunaæf­ing­unni sem fór fram í borg­inni Tians­hui í Gansu héraði. Sam­kvæmt frétta­stof­unniXin­hua misstu þeir sem að stjórnuðu æf­ing­unni stjórn á reykn­um sem olli slys­inu.

„Marg­ir nem­end­ur byrjuðu að hósta og æla eft­ir að hafa andað að sér reykn­um,“ sögðu yf­ir­völd í Tians­hui. Sam­kvæmt AFP frétta­veit­unni hafa yf­ir­völd enn ekki svarað fyr­ir­spurn­um um af hvaða teg­und reyk­ur­inn var.

Í gær ómuðu mörg svæði í Kína af sír­enu­væli þar sem að fram fóru æf­ing­ar til varn­ar loft­árás­um. Skipu­leggj­end­ur æf­ing­anna segja að mark­mið þeirra sé að fræða fólk um þjóðar­varn­ir þegar hætta steðjar að. Æfing­arn­ar voru fram­kvæmd­ar í tengsl­um við það að 70 ár eru liðin síðan að síðari heims­styrj­öld­inni lauk.(tekið af vef mbl.is)

(myndin tengist fréttinni ekki beint)

Síðast uppfært: Sunnudagur, 20. september 2015 13:51